Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 22:12:01 (7106)

2000-05-08 22:12:01# 125. lþ. 108.35 fundur 231. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (fasteignagjöld) frv. 92/2000, EKG
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 125. lþ.

[22:12]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Ég vil með örfáum orðum fagna því að þetta mál er komið svo langt áleiðis. Hér er um að ræða mikið réttlætis- og jafnræðismál sem lýtur að því að afnema sérstakar heimildir sem gilt hafa í lögum um undanþágu fyrir Þróunarsjóð sjávarútvegsins frá því að greiða fasteignagjöld af eignum sem hann á.

Svo háttar til að um er að ræða fasteignir á tveimur stöðum. Hér er hins vegar verið að leggja til almenna breytingu á lögum.

Út af fyrir sig eru engin rök, eins og fram hefur komið, fyrir því að viðhalda þessu ástandi lengur. Þess vegna er mjög ánægjulegt að um þetta mál hafi tekist almenn samstaða í sjútvn.