Tilkynningarskylda íslenskra skipa

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 11:02:01 (7140)

2000-05-09 11:02:01# 125. lþ. 109.20 fundur 569. mál: #A tilkynningarskylda íslenskra skipa# (undanþágur) frv. 73/2000, Frsm. ÁJ
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[11:02]

Frsm. samgn. (Árni Johnsen):

Herra forseti. Ástæðan er í rauninni sú sama og gert er ráð fyrir í heimildum ráðherra til þess að kalla báta að tilkynningarskyldu sem stunda veiðar nálægt landi, innan landmiða eins og stundum er kallað. Skýringin er nákvæmlega sú að skemmtibátarnir eru nánast allir á fjörukantinum. Þetta var talið eðlilegt þar sem engin reynsla er af öðru í landi okkar varðandi skemmtibátana en að þeir séu á grunnsævi eða nálægt landi.