Veitinga- og gististaðir

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 11:12:27 (7144)

2000-05-09 11:12:27# 125. lþ. 109.15 fundur 406. mál: #A veitinga- og gististaðir# (nektardansstaðir o.fl.) frv. 66/2000, Frsm. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[11:12]

Frsm. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. og formaður í samgn. hefur náttúrlega miklu meiri þingreynslu en ég og þar af leiðandi miklu meiri reynslu af þessum málum og hvernig hann vinnur frv. sín og framsetningu frv. sinna. Ég verð því að játa reynsluleysi mitt í þessu efni og vísa til langs reynslutíma og þingreynslu hv. formanns samgn. í þessum efnum og geri ráð fyrir því að þegar hann vinnur vönduð frv. hafi hann væntanlega gengið úr skugga um að það sem hann var að nefna, svo og aðrir þeir sem hann hefur sótt ráð til. Bið ég hv. þm. að upplýsa hvort svo er.