Vátryggingastarfsemi

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 11:34:09 (7155)

2000-05-09 11:34:09# 125. lþ. 109.26 fundur 526. mál: #A vátryggingastarfsemi# (EES-reglur) frv. 97/2000, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[11:34]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um frv. um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi, með síðari breytingum.

Nefndin fjallaði um þetta mál og fékk á sinn fund fulltrúa frá viðskrn. og Fjármálaeftirlitinu, en umsagnir bárust auk þess frá öðrum aðilum sem getið er um í nefndaráliti.

Nefndin fór yfir málið. Ákvæði frv. eru tiltölulega einföld og byggja fyrst og fremst á því að taka skuli upp tvíþætt viðbótareftirlit í framhaldi af tilskipun Evrópusambandsins um viðbótareftirlit með vátryggingafélögum. Þar er fyrst og fremst verið að fjalla um hvernig fara skuli með eftirlit með hópum vátryggingafélaga og fyrirtækjasamstæðum. Nefndin telur að þessi ákvæði séu mjög eðlileg og til bóta fyrir starfsemi þessa markaðar. Nefndin öll leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt. Enginn hv. nefndarmanna sem hefur fyrirvara við það álit.