Tryggingagjald

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 11:43:33 (7161)

2000-05-09 11:43:33# 125. lþ. 109.27 fundur 550. mál: #A tryggingagjald# (lífeyrissparnaður) frv. 102/2000, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[11:43]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var ekki það sem ég sagði heldur það að þeir sem eru á lægstu laununum og undir skattleysismörkunum með framfærslubyrði, hafa enga möguleika á neinum sparnaði. Það er útilokað fyrir þá sem eru hér á lægstu laununum að leggja mikið fyrir af þeim þó ekki kæmu til aðrar greiðslur en leigugreiðslur af húsnæði og greiðslur fyrir mat. Framfærslubyrðin er það há. Það er annars konar vandamál sem þarf að taka á.

En ég held að fyrir alla þá sem hafa möguleika á því að leggja fyrir sé sú breyting sem er verið að gera hvatning til þess.