Ríkisábyrgðir

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 12:33:20 (7175)

2000-05-09 12:33:20# 125. lþ. 109.30 fundur 595. mál: #A ríkisábyrgðir# (Íbúðalánasjóður og LÍN) frv. 70/2000, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[12:33]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir brtt. og nál. frá efh.- og viðskn. við frv. um breytingu á lögum um ríkisábyrgðir.

Nefndin sendi málið til umsagnar nokkurra aðila og fékk á fund sinn fulltrúa úr fjmrn.

Nefndin gerir tillögu um breytingu á frv. sem felst fyrst og fremst í því að öll lán Íbúðalánasjóðs verði undanþegin svokölluðu ábyrgðargjaldi. Ástæðan fyrir því er sú að fyrirhugað er að byggja upp í Íbúðalánasjóði varasjóð vegna þeirra lánaflokka sem verið er að fjalla um og þeir varasjóðir eru hugsaðir til að mæta hugsanlegum útlánatöpum.

Með þessari breytingu leggur nefndin til að frv. verði samþykkt. Undir nál. rita allir hv. nefndarmenn án fyrirvara.