Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 15:06:54 (7207)

2000-05-09 15:06:54# 125. lþ. 109.32 fundur 460. mál: #A stjórn fiskveiða# (gildistími ákvæða um veiðar smábáta) frv. 93/2000, ÁRÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[15:06]

Árni R. Árnason:

Herra forseti. Ég hef áður bent á það við umræðu um þetta mál að svo hefur tekist til að með breytingum á frv. verður niðurstaðan sú að ákvæði þess efnis að menn geti flutt sig yfir í nýtt kerfi fyrr en frv. sjálft gerir ráð fyrir mun ekki eiga við um alla. Það mun því mismuna mönnum sem róa á smábátum og ég get ekki unað því.