Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 15:08:29 (7209)

2000-05-09 15:08:29# 125. lþ. 109.32 fundur 460. mál: #A stjórn fiskveiða# (gildistími ákvæða um veiðar smábáta) frv. 93/2000, JÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[15:08]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Það frv. sem verið er að afgreiða gerir það að verkum að Alþingi er að taka ákvörðun um að halda áfram að brjóta stjórnarskrána. Búið er að taka ákvörðun um að það verði hátt á þriðja ár og stefnir í að það verði jafnvel hátt á fjórða ár. Ekki er sæmandi Alþingi að standa þannig að málum. Samfylkingin situr hjá við þessa atkvæðagreiðslu.