Fæðingar- og foreldraorlof

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 15:16:21 (7210)

2000-05-09 15:16:21# 125. lþ. 110.1 fundur 623. mál: #A fæðingar- og foreldraorlof# (heildarlög, breyting ýmissa laga) frv. 95/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[15:16]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég vil láta það koma fram að ég hef ákveðnar efasemdir um að í þessu frv. hefur ekki verið sett neitt þak á hámarksgreiðslur sem þýðir í raun að sá einstaklingur sem fer í fæðingarorlof og hefur 2 millj. kr. í tekjur getur fengið 1.800 þús. kr. fæðingarorlofsgreiðslu meðan sá sem hefur 100 þús. kr. tekjur fær 80 þús. kr. í greiðslu. Skoðun mín er sú að það hefði átt að vera þak á þessum greiðslum. Það hefði mátt vera nokkuð hátt, 350--500 þús. En ég lýsi efasemdum mínum með að hafa þetta alveg óheft og ekkert þak á þessu.