Fæðingar- og foreldraorlof

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 15:17:09 (7211)

2000-05-09 15:17:09# 125. lþ. 110.1 fundur 623. mál: #A fæðingar- og foreldraorlof# (heildarlög, breyting ýmissa laga) frv. 95/2000, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[15:17]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er stigið mjög merkt skref í átt til jafnréttis, jafnréttis kynjanna og þá væntanlega jafnréttis allra. Þjóðfélagið í heild sinni græðir á því. Það á að nýta krafta allra einstaklinga að fullu og með réttu skipulagi á atvinnulífið að geta breytt stöðunni þannig að það græði jafnvel á breytingunni. Einnig er rétt að geta þess að sveitarfélög munu spara umtalsverða fjármuni í gæslu barna og foreldrar sömuleiðis. Ég tel að þetta sé mjög gott mál og styð það eindregið.