Eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 15:22:53 (7215)

2000-05-09 15:22:53# 125. lþ. 110.6 fundur 524. mál: #A eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins# (gjaldtökuheimild o.fl.) frv. 101/2000, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[15:22]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Tillaga okkar er að hugtakið ,,auðlind`` samkvæmt lögum þessum taki til allra ólífrænna og lífrænna auðlinda hafsbotnsins. Það hefur komið fram í umræðunni, og því er tillagan lögð fram, að við teljum að auðlind eigi ekki bara að vera skel eða annað það sem grafið er eftir heldur það sem er að finna á hafsbotninum. Ég hvet til þess að þessi tillaga verði samþykkt.