Verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóðir

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 21:40:56 (7262)

2000-05-09 21:40:56# 125. lþ. 110.23 fundur 420. mál: #A verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóðir# (menntunarkröfur, tryggingar, afleiðusamningar o.fl.) frv. 99/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[21:40]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Frv. og brtt. meiri hlutans lýsa fyrst og fremst uppgjöf gagnvart þeim vandamálum sem brýnt er að taka á og snerta innherjaviðskipti og meðferð trúnaðarupplýsinga. Þó allt of skammt sé gengið hjá stjórnarliðum til að tryggja eðlileg og traust viðskipti á fjármálamarkaðnum, raunar farið bara hænufet, þá eru ákvæði frv. í sjálfu sér til bóta sem minni hlutinn mun styðja en flytur jafnframt fjölmargar brtt. til þess að styrkja verðbréfamarkaðinn.