Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 21:52:03 (7264)

2000-05-09 21:52:03# 125. lþ. 110.24 fundur 547. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (hlutabréf, lífeyrisiðgjöld o.fl.) frv. 86/2000, MF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[21:52]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Um er að ræða brtt. þess efnis að ekki verði einungis lágmarksmeðlag samkvæmt lögum um almannatryggingar undanþegnar tekjuskatti heldur einnig aukameðlag sem úrskurðað hefur verið af sýslumanni eða hlotið staðfestingu hans. Með þessari brtt. er komið til móts við frv. þingmanna Samfylkingarinnar sem er á þskj. 862 og við viljum lýsa sérstakri ánægju með að þessi brtt. hafi verið tekin upp.