Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 21:53:54 (7266)

2000-05-09 21:53:54# 125. lþ. 110.24 fundur 547. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (hlutabréf, lífeyrisiðgjöld o.fl.) frv. 86/2000, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[21:53]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er í einni atkvæðagreiðslu verið að greiða atkvæði um þrjú atriði. Í fyrsta lagi er felld niður sú grein í frv. að iðgjaldahluti atvinnurekanda til lífeyrissjóðs sé tekjur launþegans. Ég er á móti þeirri breytingu. Svo er jafnframt sett í staðinn að meðlag skuli vera skattfrjálst hjá móttakanda og ég er með því. Svo eru sett mörk á það við tvöfalt meðlag og ég er á móti því.