Loftferðir

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 22:23:04 (7270)

2000-05-09 22:23:04# 125. lþ. 111.6 fundur 250. mál: #A loftferðir# (gjaldtökuheimildir o.fl.) frv. 74/2000, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 125. lþ.

[22:23]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Þrátt fyrir að ýmislegt í þessu frv. sé til bóta er þó hér verið að stíga fyrstu skref í að leggja auknar álögur á innanlandsflugið. Það hefur ekki gengið svo vel að ástæða sé til þess. Hér á að leggja 30 millj. kr. álögur á innanlandsflugið sem menn telja að sé fyrsta skref í að leggja upp undir 200 millj. á það.

Virðulegi forseti. Vegna þessa greiðum við ekki atkvæði.