Loftferðir

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 22:23:47 (7271)

2000-05-09 22:23:47# 125. lþ. 111.6 fundur 250. mál: #A loftferðir# (gjaldtökuheimildir o.fl.) frv. 74/2000, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 125. lþ.

[22:23]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Megininntak þess frv. sem hér er verið að greiða atkvæði um er að lögleiða aukna skattheimtu á flugsamgöngur í landinu. Annað vildum við sjá frá hv. Alþingi en að auka álögur á flugsamgöngur og því harma ég það.

Ýmislegt annað er til bóta í frv. sem gott er um að segja. En í heildina séð er þarna verið að leggja á skattheimtu, auknar álögur, og við vísum ábyrgð þeirrar framkvæmdar á hendur ríkisstjórninni.