2000-05-10 01:15:50# 125. lþ. 111.23 fundur 522. mál: #A kosningar til Alþingis# (heildarlög) frv. 24/2000, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 125. lþ.

[25:15]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Já, það á að hafa það sem sannast er, hv. þm. Jón Bjarnason. Ég veit ekki til að ég hafi hallað réttu máli í þessu og ítreka að þessi könnun lá fyrir.

Ég held að ef menn velta fyrir sér þessari nýju kjördæmaskipan varðandi Norðausturland þá sjái þeir að það hefði orðið langvíðfeðmasta kjördæmið ef það hefði náð frá Siglufirði og suður í Austur-Skaftafellssýslu. Það hefði verið mjög stórt og erfitt yfirferðar. Það gæti vel verið að mönnum hafi fundist erfitt fyrir þingmenn að þjóna því svæði. Það á eflaust eftir að koma í ljós.

Ég tek hins vegar undir það með hv. þm. að ég vona að þessi tilhögun reynist Hornfirðingum heilladrjúg.