Alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 10:58:17 (7353)

2000-05-10 10:58:17# 125. lþ. 112.2 fundur 557. mál: #A alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu# frv. 85/2000, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 125. lþ.

[10:58]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Samningurinn sem hér um ræðir er sannarlega af hinu góða en það sem ég hef gagnrýnt við þetta frv. varðar 2. gr. Ég vil vekja athygli á því að verið er að leiða í lög að forræði samningsins sé á hendi tveggja ráðherra, hæstv. umhvrh. og hæstv. sjútvrh. Þetta er að mínu mati óhagræði og gerir alla framkvæmd samningsins mun flóknari en þurfa þykir og er ekki í samræmi við það sem gert er annars staðar á Norðurlöndum eða í flestum Evrópulöndum. Ég tel því mikilvægt að þessi brtt. nái fram að ganga, sem kveður á um það að forræði samningsins sé einungis á hendi umhvrh. hæstv., en sjútvrh. eigi ákveðna aðkomu að málum sem snerta nytjastofna sjávar.