Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 11:04:08 (7354)

2000-05-10 11:04:08# 125. lþ. 112.4 fundur 553. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (sauðfjárafurðir) frv. 88/2000, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 125. lþ.

[11:04]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Við ræðum hér búvörusamninginn. Hann er slæmur fyrir skattgreiðendur því þarna er verið að leggja á þá 17.000 milljónir á sjö árum sem svarar til tekjuskatts heils árs. Hann er líka slæmur fyrir neytendur því búvöruverð er mjög hátt hér á landi. Hann er líka slæmur fyrir bændur og alveg sérstaklega slæmur fyrir bændur eins og hefur sýnt sig í lífskjörum sauðfjárbænda. Hér er verið að framlengja um sjö ár það staðnaða kerfi sem hefur endurspeglast í lífskjörum bænda sem ég fullyrði að eru með lökustu lífskjör allra stétta í landinu. Ég segi nei.