Kosningar til Alþingis

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 11:41:31 (7366)

2000-05-10 11:41:31# 125. lþ. 112.9 fundur 522. mál: #A kosningar til Alþingis# (heildarlög) frv. 24/2000, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 125. lþ.

[11:41]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér er að koma til atkvæða mjög merkt nýmæli í íslenskri löggjöf þar sem mælt er fyrir um aukin skilyrði til breytinga á lögum þannig að til þurfi aukinn meiri hluta á Alþingi. Ég tel þetta merkt nýmæli og að mörgu leyti horfa til heilla og ætti að taka upp í ríkari mæli þegar stór og afdrifarík mál eru til umfjöllunar. Ég mun því greiða þessu tiltekna ákvæði frv. atkvæði mitt.