Atvinnuréttindi skipstjórnarmanna

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 12:03:20 (7372)

2000-05-10 12:03:20# 125. lþ. 113.3 fundur 619. mál: #A atvinnuréttindi skipstjórnarmanna# frv., ÁJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 125. lþ.

[12:03]

Árni Johnsen:

Herra forseti. Rökin fyrir breytingunni í 75 brúttótonn er sú að þegar gerð er mælieiningarbreyting frá brúttórúmlestum, þ.e. í þessu tilviki úr 30 brúttórúmlestum í 75 brúttótonn er miðað við ákveðnar breytingar í reiknireglum. Til að mynda verður 200 tonna skip, þ.e. brúttórúmlesta skip, 500 brúttótonn. Þar er stuðullinn 2,5 og þó ekki væri nema þess vegna er einfalt að reikna út að stuðullinn 2,5 á 30 er 75, en þetta breytir engu um réttindamál, um er að ræða sams konar munstur skipa og hefur ekkert að segja með öryggiþætti. Nám hefur stóraukist mjög í hinu svokallaða pungaprófi, og það er full alvara í þessu máli og eðlileg sanngirni.