Atvinnuréttindi skipstjórnarmanna

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 12:04:30 (7373)

2000-05-10 12:04:30# 125. lþ. 113.3 fundur 619. mál: #A atvinnuréttindi skipstjórnarmanna# frv., GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 125. lþ.

[12:04]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Hér voru áðan afgreidd lög um áhafnir skipa. Nú er verið að afgreiða atvinnuréttindalög sem taka til fiskimanna. Verið er að auka réttindi úr 30 tonnum upp í 75 brúttótonn. Ég er algerlega andvígur þeirri breytingu, enda á hún ekki við nein efnisleg rök að styðjast. Ef staðan er skoðuð í flotanum, þá er breytingarreglan sem næst hefði komist eðlilegri breytingu 1,45 sem hefði þýtt 45 brúttótonna viðmiðun.