Verndun Þjórsárvera við Hofsjökul

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 13:40:27 (7416)

2000-05-10 13:40:27# 125. lþ. 114.11 fundur 604. mál: #A verndun Þjórsárvera við Hofsjökul# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 125. lþ.

[13:40]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég vil taka undir þakkir síðasta ræðumanns til hv. þm. Kristjáns Pálssonar um að hefja máls á þessu. Þetta er mikilvægt mál og ég deili áhyggjum hans.

Varðandi orð umhvrh. áðan þá langar mig til að koma að hlutverki Þjórsárveranefndar og fá aðeins inn í umræðuna hvort hún starfi enn og hver afstaða þeirrar nefndar sé til þeirrar afstöðu sem við heyrðum hæstv. umhvrh. gera grein fyrir að Náttúruvernd ríkisins hefði lýst til málsins?

Síðan vil ég ítreka að lón og framkvæmdir skerða ekki bara landrými veranna, heldur vatnsmagnið í verunum sjálfum. Það er búið að skerða það töluvert núna við 5. áfanga Kvíslaveitu og verunum er stefnt í talsvert mikinn voða með 6. áfanga, þar sem ekki á bara að skerða landrými, heldur líka að færa vatn á milli vatnasviða. Hér er um alvarlegar áætlanir að ræða og ég vil fá örlítið skýrar frá hæstv. umhvrh. afstöðu hennar til þessarar áætlunar og framkvæmdaáætlunar sem nú liggja á borðum Landsvirkjunar.