Flutningur eldfimra efna um Hvalfjarðargöng

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 15:09:23 (7453)

2000-05-10 15:09:23# 125. lþ. 114.15 fundur 507. mál: #A flutningur eldfimra efna um Hvalfjarðargöng# fsp. (til munnl.) frá samgrh., GHall
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 125. lþ.

[15:09]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Guðjóni Guðmundssyni fyrir þá fyrirspurn sem hann leggur fram. Í ljósi þess að um göngin fara milli 4--6 þúsund bílar á dag skiptir verulegu máli að öryggi sé fyrir öllu í jarðgöngunum. Við höfum oft heyrt af alvarlegum slysum þeim tengdum erlendis.

Það sem kemur mér hins vegar mjög á óvart þegar þetta hefur komið í umræðu er það að olíufélögin hafa eiginlega svarað um hæl að verði einhver takmörkun sett á umferð olíuflutningabíla eða gasflutningabíla um jarðgöng þýði það verulegar hækkanir á eldsneyti til bifreiða, ja sennilega utan Reykjavíkur. Hvernig var þessu háttað áður en jarðgöng komu? Ég spyr: Hefur eldsneyti á bifreiðar eitthvað lækkað við komu Hvalfjarðarganganna? Það hefur ekki orðið en þetta er mikið öryggismál.