Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

Fimmtudaginn 11. maí 2000, kl. 12:28:36 (7514)

2000-05-11 12:28:36# 125. lþ. 116.1 fundur 405. mál: #A varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna# frv. 82/2000, GHall (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 125. lþ.

[12:28]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Vanhugsun er náttúrlega nokkuð sem menn nota stundum til ámælis. Ég legg þessa tillögu ekki fram að vanhugsuðu máli. Hugsun mín er nákvæmlega sú sama og byggist á sömu rökum og Bandaríkjamenn nota í varnarsamningnum hvað áhrærir sjóflutninga, þ.e. að þeir taka það fram að þeir ætla að bandarísk skip undir bandarískum fána flytji þann hluta sem þeir hafa til umráða í sjóflutningum.

Það nákvæmlega sama er ég að gera. Ef þetta er vanhugsun hjá mér þá hlýtur það að vera algjör vanhugsun hjá heilli þjóð, Bandaríkjum Norður-Ameríku.