Lyfjalög og almannatryggingar

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 10:47:27 (7534)

2000-05-12 10:47:27# 125. lþ. 117.3 fundur 401. mál: #A lyfjalög og almannatryggingar# (Lyfjamálastofnun o.fl.) frv. 108/2000, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[10:47]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta er gamalkunnugt, þetta er endurómur af umræðunum t.d. um Menntaskólann á Akureyri á sínum tíma, fyrir rúmum 70 árum. Þetta heyrðist líka þegar verið var að stofna háskólann fyrir norðan og hjúkrunardeildina þar. Þá var gerð skrá yfir það hvernig Akureyri stæði í sambandi við t.d. sérfræðinga á sviði lækninga, þar eru líka yfirlæknar eins og hér. Þá kom í ljós að einungis á Akureyri voru læknar í 35--37 undirgreinum læknisfræðinnar. Ég held að hv. þm., sem er mikill jafnaðarmaður og verður stundum á að kalla Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk, ætti a.m.k. að leyfa aumingja landsbyggðinni að njóta jafnaðar í því að unna henni sannmælis.