Afbrigði

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 13:46:19 (7564)

2000-05-12 13:46:19# 125. lþ. 117.94 fundur 534#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[13:46]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Í hjarta mínu er ég sammála því að taka eigi þessi mál um skattlagningu fyrir og allir eigi að sitja við sama borð varðandi það.

En þau vinnubrögð sem hér eru viðhöfð tel ég að jaðri við sóðaskap vegna þess að búið er að setja mál einstakra þingmanna og þingmannahópa til hliðar sem varða kjör þjóðarinnar sem nema milljörðum. Þau mál eru tekin af dagskrá en þetta mál tekið, einstakt hugðarmál einhverra ákveðinna þingmanna. En í trausti þess að þetta mál fái eðlileg þinglega meðferð, fari til umfjöllunar í efh.- og viðskn. treysti ég mér ekki til að segja nei við málinu heldur sit ég hjá.

En ég ítreka, herra forseti, að ég lít þannig á að þessi vinnubrögð jaðri við sóðaskap.