Afbrigði

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 13:49:41 (7567)

2000-05-12 13:49:41# 125. lþ. 117.94 fundur 534#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[13:49]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Ég hef ákveðnar skoðanir á því hvernig umhverfi við eigum að skapa forsetaembættinu hvað varðar skattlagningu á laun. Þau viðhorf hafa komið fram. En lögum sem varða forsetaembættið á að breyta yfirvegað, herra forseti, og með góðri samstöðu alls þingheims. Þá ætti málið líka að vera í þeim búningi að það flyttu formenn flokka eða þingflokka svo að ljóst væri að um einhug væri að ræða. Ný lagaákvæði gætu tekið gildi við næstu forsetaskipti ef þannig væri farið í málið. Mál sem varða embætti forseta Íslands á ekki að afgreiða í ágreiningi, ekki lítt skoðuð og illa grunduð, herra forseti. Til þess ber einfaldlega enga brýna nauðsyn.