Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 13:52:58 (7568)

2000-05-12 13:52:58# 125. lþ. 117.1 fundur 405. mál: #A varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna# frv. 82/2000, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[13:52]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég held að það sé mjög skynsamleg tillaga sem flutt er af hv. þm. Sverri Hermannssyni að vísa þessu máli til föðurhúsanna. Satt best að segja er flest búið að vera með næsta ævintýralegum brag í kringum þetta mál þannig að við þingmenn Vinstri hreyfingar -- græns framboðs getum vel stutt það að þar væri málið best komið.

Að öðru leyti ætluðum við ekki að blanda okkur í afgreiðslu málsins og munum sitja hjá við meginefni frv. en styðjum þessa brtt. um að taka málið af dagskrá.