Mat á umhverfisáhrifum

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 15:45:27 (7591)

2000-05-12 15:45:27# 125. lþ. 117.12 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, Frsm. ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[15:45]

Frsm. umhvn. (Ólafur Örn Haraldsson):

Virðulegi forseti. Ég vil leyfa mér að mæla fyrir brtt. við það frv. sem er verið að ræða en brtt. er til komin eftir ítarlega skoðun á frv. og þeim tilskipunum sem við tengjum það og sömuleiðis með hliðsjón af núgildandi lögum.

Sú tillaga sem ég vil leyfa mér að leggja fram er efnismálsliður b-liðar 9. tölul. í brtt. en þar er rætt um samspil einstakra þátta í ferlinu. Þar segir, með leyfi forseta:

,,Í matsskýrslu skal tilgreina þau áhrif, uppsöfnuð og samvirk, bein og óbein, sem fyrirhuguð framkvæmd og starfsemi sem henni fylgir kann að hafa á umhverfi.``

Í brtt. sem ég legg fram er gert ráð fyrir að þarna fyrir aftan bætist: ,,og samspil einstakra þátta í umhverfinu.``