Þingmannamál til umræðu

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 17:20:14 (7626)

2000-05-12 17:20:14# 125. lþ. 117.93 fundur 533#B þingmannamál til umræðu# (um fundarstjórn), Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[17:20]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Já, það er sjálfsagt að verða við því. Hv. þm. er farinn að sækja ræðuna sína og forseti gerir fimm mínútna hlé á fundinum en vill mælast til þess við hv. þm. að þeir séu með gögn í þingsalnum sem varða þau mál sem eru á dagskrá og verða tekin fyrir í kvöld. Það þurfi þá ekki að gera fleiri hlé til þess að fólk geti farið út í bæ að sækja ræðurnar sínar. Fundi verður frestað í fimm mínútur.