Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 18:16:59 (7638)

2000-05-12 18:16:59# 125. lþ. 117.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[18:16]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hún er alveg með ólíkindum sú forsjárhyggja sem maður verður vitni að hér í dag, þ.e. að fólk megi bara ekki stunda þær íþróttir nákvæmlega það sem það vill sjálft. Og að vitna í viðtal við tvo unga drengi eins og það séu bara áhugahnefaleikar sem hafa áhrif á ungt fólk en ekki margt annað. Vil þingmaðurinn þá ekki alveg eins banna áfengi og tóbak og byrja þar og svo kæmi annað á eftir? (KHG: Banna sólskinið.) (Gripið fram í: Koma í veg fyrir húðkrabbann.)