Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 18:26:55 (7646)

2000-05-12 18:26:55# 125. lþ. 117.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[18:26]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil taka það fram hv. þm. til hugarhægðar að ég hef gert mjög lítið af því um dagana að skipta um skoðun eins og sumir sem þekkja mig vita.

Hins vegar vil ég leiðrétta eitt atriði. Þó ég viti ekki mikið um fótbolta þá veit ég þó að þegar menn skalla bolta þá er það af ásetningi, til að hitta hann nefnilega. Það liggur alveg fyrir.

En ég sakna þess að hv. þm. ætlar ekki að flytja frv. um að banna fótbolta. Ég hefði vonast til þess hún gerði það, vitandi, herra forseti, að það væri mikill léttir á þingheimi vegna þess að allir gera sér ljóst að þá gerir hv. þm. ekki annað á meðan.