Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 20:20:13 (7655)

2000-05-12 20:20:13# 125. lþ. 117.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., GuðjG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[20:20]

Guðjón Guðmundsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kann betur við að það sé haft rétt eftir. Ég var í forsetastóli í dag þegar umræða hófst um þetta mál og það varð mikil umræða um fundarstjórn forseta. Þá greindi ég frá því að ekki væri hægt að taka þau tvö mál á dagskrá sem hv. þm. nefnir, samkeppnislög og tannsmiðafrv., fyrr en hæstv. iðnrh. kæmi í bæinn og hún væri væntanleg um kvöldmatarleytið. Ég sagði hins vegar ekki að málið yrði tekið á dagskrá strax eftir kvöldmat. Það sagði ég einfaldlega ekki. Ég sagði að það yrði ekki tekið fyrir fyrr en hæstv. ráðherra kæmi. En satt að segja reiknaði ég með að umræðunni yrði lokið áður. Ég óska eftir því að hv. þm. hafi rétt eftir.