Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 20:53:50 (7661)

2000-05-12 20:53:50# 125. lþ. 117.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[23:53]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég get ekki svarað fyrir hæstv. ríkisstjórn en ég geri ráð fyrir því að ef þingmenn flytja mál hér, þá hljóti flutningsmenn a.m.k. að kalla það forgangsmál að frv. þeirra nái fram að ganga. Ég vil jafnframt taka það fram að umræður um þetta dagskrármál, lögleiðingu ólympískra hnefaleika, hafa nú staðið nokkra hríð. Þetta mál hefur verið þrásinnis á dagskrá á Alþingi á fjölmörgum fundum og ekki verið tekið fyrir. Ég minnist þess að gerðar hafa verið athugasemdir við það ef svo er haldið á málum að þau fái aldrei að komast til umræðu og á dagskrá.