Stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 09:06:39 (7697)

2000-05-13 09:06:39# 125. lþ. 118.1 fundur 502. mál: #A stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar# frv. 76/2000, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[09:06]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Samfylkingin hefur setið hjá við þessa atkvæðagreiðslu vegna þess að við teljum að ákvarðanir um rekstrarform Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eigi að bíða þess að endanlegur kostnaður við fyrsta áfanga framkvæmdanna liggi fyrir og höfum fært fyrir því rök í umræðunni. En við höfum líka talað fyrir stöðu starfsfólks eftir áformaða hlutafélagavæðingu flugstöðvarinnar. Þessi tillaga er um að starfsmenn skuli eiga einn fulltrúa í stjórn flugstöðvarinnar og ég hvet til þess að hún verði studd.