Skattfrelsi forseta Íslands

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 12:14:08 (7745)

2000-05-13 12:14:08# 125. lþ. 118.7 fundur 652. mál: #A skattfrelsi forseta Íslands# (breyting ýmissa laga) frv. 84/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[12:14]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Það hefur margoft komið fram að með þessu frv. sé kjaramunur gerður sýnilegur. Ef það er staðreynd að kjörin væru metin á 1,5 millj. kr., einhver nefndi núna 2 millj. kr., tuttugufaldur munur og rúmlega þó í kerfinu, þá finnst mér það óásættanlegt. Mér finnst það fullkomlega óásættanlegt og ég samþykki ekki slíkt.

Mér finnst eðlilegt að allir launamenn í landinu greiði skatta. Mér finnst eðlilegt að forsetinn greiði tolla og greiði virðisaukaskatt. Mér finnst ekki eðlilegt að það sé bætt upp með launahækkunum. Ég skrifa ekki upp á slíkt.