Skattfrelsi forseta Íslands

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 12:39:45 (7756)

2000-05-13 12:39:45# 125. lþ. 118.7 fundur 652. mál: #A skattfrelsi forseta Íslands# (breyting ýmissa laga) frv. 84/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[12:39]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að taka undir vangaveltur hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar um skattlagningu og að sömu reglur eða sömu viðhorf gildi ekki endilega gagnvart allri tegund skattlagningar. Þetta er umræða sem eðlilegt er að fari fram í efh.- og viðskn. sem að mínum dómi hefði betur komið saman fyrr í morgun til að fjalla um þetta mál á málefnalegan hátt. Ég er ekki að segja að hér hafi ekki farið fram málefnaleg umræða en ég tel að mikið af þessari umræðu hefði betur verið komin inni í nefndinni, þar sem margir þeirra sitja sem hér hafa tekið þátt í umræðunni í dag. Mér hefði fundist það að mörgu leyti heppilegra og skemmtilegra.

En varðandi þá spurningu sem hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson beindi til mín, hvernig skilgreina bæri forseta Íslands, hvort hann væri opinber starfsmaður. Forseti Íslands er starfsmaður íslenska ríkisins og þar af leiðandi er hann opinber starfsmaður eins og fjöldi annarra.