Framhald þingfundar

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 15:44:55 (7759)

2000-05-13 15:44:55# 125. lþ. 118.97 fundur 552#B framhald þingfundar# (um fundarstjórn), RG
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[15:44]

Rannveig Guðmundsdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Nú hefur efh.- og viðskn. gert hlé á fundi sínum og mun hittast aftur um kvöldmatarleytið vegna þess að það mál sem hún vinnur með er ekki til lykta leitt. Við erum búið að vera hér fimm kvöld og fram á nætur, þá lengstu til kl. 4 um nótt. Þetta er að verða aldeilis bærileg vinnuvika og ég sé ekki ástæðu til þess að við höldum áfram í kvöld og fram eftir þessu laugardagskvöldi vegna þess að þeir sem eru á fundi í efh.- og viðskn. í dag og kvöld eiga síðan eftir að vinna nefndarálit. Nú legg ég til, virðulegi forseti, að við gerum hlé á fundinum og hefjum störf aftur á mánudagsmorgni eins og virðulegt þing og venjulegt fólk.