Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 15:54:00 (7768)

2000-05-13 15:54:00# 125. lþ. 118.8 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, 571. mál: #A jarðgangaáætlun 2000-2004# þál. 24/125, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[15:54]

Forseti (Halldór Blöndal):

Samkvæmt 63. gr. þingskapa getur forseti heimilað, ef ósk berst um það frá flutningsmanni eða flutningsmönnum og enginn þingmaður andmælir því, að umræður fari fram um tvö eða fleiri dagskrármál í einu ef þau fjalla um skyld efni eða það þykir hagkvæmt af öðrum ástæðum.

Nú hefur borist beiðni um að 8. og 9. dagskrármálið verði rædd með þessum hætti, vegáætlun fyrir árin 2000--2004 og 9. dagskrármálið, jarðgangaáætlun fyrir árin 2000--2004, og verður við þessari beiðni orðið ef enginn hreyfir andmælum. Svo er ekki.

Ég vil taka það fram vegna þeirra umræðna sem hér hafa orðið um fundarstjórn forseta að ég óska eftir að hitta þingflokksformenn að máli kl. fjögur.