Skattfrelsi forseta Íslands

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 21:55:57 (7804)

2000-05-13 21:55:57# 125. lþ. 119.4 fundur 652. mál: #A skattfrelsi forseta Íslands# (breyting ýmissa laga) frv. 84/2000, KPál (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 125. lþ.

[21:55]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Virðing forseta Íslands hefur ávallt verið mér ofarlega í huga og ég hef litið á þetta embætti sem virðingarstöðu. Það hefur að mínu áliti réttlætt skattfrelsi forsetans sem svo margra annarra í þjóðfélaginu.

Það er þó svo að forsetinn sjálfur lýsti því oft yfir í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum að afnema ætti þessi fríðindi og því vart annað hægt en verða við eindregnum óskum hans. Hvort umræðan vegna þessara breytinga dregur úr virðingu embættisins eða framtíð þess verði tekin til endurskoðunar mun tíminn einn leiða í ljós. Ég segi já.