Mat á umhverfisáhrifum

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 22:04:33 (7806)

2000-05-13 22:04:33# 125. lþ. 119.2 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, KolH (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 125. lþ.

[22:04]

Kolbrún Halldórsdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það var á misskilningi byggt milli mín og starfsmanna þingsins hvort ég þyrfti að kveðja mér hljóðs við 3. umr. eða í atkvæðagreiðslunni sjálfri og var talið að það nægði að gera það í atkvæðagreiðslunni en svo mun ekki vera.

Það sem ég vildi sagt hafa um breytingar um mat á umhverfisáhrifum er að ég vil ítreka það sem ég sagði í dag um brtt. minni hluta umhvn. sem fjallaði um mat á umhverfisáhrifum og landshlutabundinni skógrækt. Brtt. frá minni hlutanum felur í sér og er samkvæmt mínum skilningi til umræðu hér við 3. umr., að umhverfisáhrif landshlutabundinna skógræktarverkefna skuli metin samkvæmt lögum þessum. Eins og við vitum, herra forseti, stefnir í það að umhverfisáhrif skipulagsáætlana verði metin samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins og þar með áhrif af landshlutabundinni skógrækt.

Minni hlutinn í umhvn. og reyndar þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs telja það afar mikilvægt að ákvæði um landshlutabundna skógrækt verði sett inn í þessi lög, enda falli það út úr lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni með samþykkt þessara laga. (KHG: Hvað sagði þingmaðurinn um fundarstjórn forseta?)

Ég hef lokið máli mínu, herra forseti.