Þingfrestun

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 22:21:53 (7809)

2000-05-13 22:21:53# 125. lþ. 120.95 fundur 550#B þingfrestun#, GAK
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 125. lþ.

[22:21]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd okkar alþingismanna þakka hæstv. forseta, Halldóri Blöndal, fyrir röggsama og eigi að síður skemmtilega fundarstjórn á þinginu í vetur. Ég vil einnig fyrir hönd formanna þingflokka þakka forseta fyrir gott samstarf á þessum vetri. Fundir forseta með formönnum þingflokka hafa verið reglulegir og tíðir. Þar hefur vissulega oft verið tekist á um þinghaldið en andrúmsloftið á þessum fundum hefur verið í alla staði þægilegt. Fyrir mig sem nýliða hefur 125. löggjafarþing verið lærdómsríkt.

Þá vil ég einnig fyrir hönd okkar alþingismanna þakka starfsmönnum þingsins fyrir framúrskarandi störf, lipurð og fúslega veitta aðstoð.

Ég endurtek þakkir mínar til hæstv. forseta og óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta á sumri komanda og vona að við hittumst heil á sumarfundi þingsins í lok júní. Ég bið hv. alþingismenn að taka undir orð mín og óskir með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]