Þingfrestun

Sunnudaginn 02. júlí 2000, kl. 11:13:00 (0)

2000-07-02 11:13:00# 125. lþ. 123.95 fundur 562#B þingfrestun#, Forseti Íslands f.Ísl.
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 125. lþ.

[11:13]

Forseti Íslands (Ólafur Ragnar Grímsson):

Forsetabréf var á föstudag undirritað á Bessastöðum:

,,Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, fresta fundum Alþingis, 125. löggjafarþings, frá 2. júlí 2000 til septemberloka.

Gjört á Bessastöðum, 30. júní 2000.

Ólafur Ragnar Grímsson.

-------------------

Davíð Oddsson.

Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.``

Samkvæmt béfi þessu og skírskotan til samþykkis Alþingis lýsi ég yfir að fundum Alþingis er frestað.

Megi verk þess og sýn um alla framtíð verða samboðin Kristi og þjóð okkar til heilla. Ég bið alþingismenn og aðra að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar Íslands. --- [Þingmenn risu úr sætum.]