HGJ fyrir ÞGK og SÞ fyrir ÁRÁ

Föstudaginn 01. október 1999, kl. 16:02:26 (4)

1999-10-01 16:02:26# 125. lþ. 1.93 fundur 23#B HGJ fyrir ÞGK og SÞ fyrir ÁRÁ#, Aldursforseti PP
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur, 125. lþ.

[16:02]

Aldursforseti (Páll Pétursson):

Borist hafa svofelld bréf:

,,Þar sem Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 5. þm. Reykn., er í barnsburðarleyfi og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Reykn., Helga Guðrún Jónasdóttir stjórnmálafræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru hennar.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Sigríður A. Þórðardóttir,

formaður þingflokks Sjálfstfl.``

Og annað bréf:

,,Þar sem ég get ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 2. varaþingmaður Sjálfstfl. í Reykn., Sturla Þorsteinsson kennari, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni þar sem 1. varaþingmaður listans tekur líka sæti á Alþingi.

Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.

Árni R. Árnason, 11. þm. Reykn.``

Kjörbréf þeirra Helgu Guðrúnar Jónasdóttur og Sturlu Þorsteinssonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt, en þau hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni. \vskip 11.6pt plus 6pt minus 6pt