Kosning forseta skv. 1. mgr. 3. gr. þingskapa

Föstudaginn 01. október 1999, kl. 16:04:59 (6)

1999-10-01 16:04:59# 125. lþ. 1.1 fundur 15#B kosning forseta skv. 1. mgr. 3. gr. þingskapa#, Aldursforseti PP
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur, 125. lþ.

[16:04]

Aldursforseti (Páll Pétursson):

Nú fer fram kosning forseta Alþingis. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. þingskapa eru þeir einir í kjöri sem tilnefndir eru.

Mér hefur borist ein tilnefning, um 1. þm. Norðurl. e., Halldór Blöndal. Aðrar tilnefningar hafa ekki borist og Halldór Blöndal er því einn í kjöri. Atkvæði verða greidd með atkvæðagreiðslukerfinu. Þeir sem ætla að kjósa Halldór Blöndal greiða atkvæði en þeir sem ekki vilja taka þátt í atkvæðagreiðslunni skila auðu. Ljósatöflur hafa verið tengdar þannig að atkvæðagreiðslan er leynileg. Hefst nú atkvæðagreiðslan.

\vskip 11.6pt plus 6pt minus 6pt