Framlagning ríkisreiknings fyrir árið 1998

Þriðjudaginn 05. október 1999, kl. 13:37:44 (29)

1999-10-05 13:37:44# 125. lþ. 3.92 fundur 30#B framlagning ríkisreiknings fyrir árið 1998#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 125. lþ.

[13:37]

Forseti (Halldór Blöndal):

Forseti vill tilkynna, svo að það liggi formlega fyrir, að borist hefur svohljóðandi bréf frá fjmrh. um ríkisreikning 1998, dags. 12. ágúst 1999:

,,Samkvæmt ákvæðum laga nr. 88 27. maí 1997, um fjárreiður ríkisins, hefur ríkisbókhald gert ríkisreikning fyrir árið 1998. Reikningurinn nær til allra ríkisaðila og er hann gerður í samræmi við lög og venjur sem gilda um reikningsskil ríkisins.

Þá hefur Ríkisendurskoðun endurskoðað reikninginn með vísan til laga nr. 86 27. maí 1997, um Ríkisendurskoðun, sbr. 43. gr. stjórnarskrár. Hér með staðfesta fjmrh. og ríkisbókari hann með undirritunum sínum. Reikningurinn sendist Alþingi hjálagður.

Geir H. Haarde fjármálaráðherra.

Gunnar H. Hall ríkisbókari.``

Reikningurinn liggur fyrir á lestrarsal.