Kjör einstæðra foreldra

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 14:15:16 (192)

1999-10-07 14:15:16# 125. lþ. 5.2 fundur 19. mál: #A kjör einstæðra foreldra# beiðni um skýrslu frá félmrh., félmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[14:15]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Mig langar til að gera grein fyrir afstöðu minni til málsins, þ.e. ég tel eðlilegt að verða við beiðninni að gefa þessa skýrslu. Þetta er endurflutt beiðni frá fyrra ári en um mjög veigamikið atriði er að ræða. Mikla vinnu þurfti að leggja í að undirbúa þessa skýrslu og hún var mjög dýr. Við þurftum að kaupa vinnu af Þjóðhagsstofnun fyrir talsvert háa fjárhæð auk þess sem starfsmenn ráðuneytisins þurftu að leggja á sig mikla vinnu við skýrslugerðina. Við höfum hins vegar dregið saman gögn til þess að geta svarað þessu með skikkanlegum og sæmilega vönduðum hætti að ég vona og munum gera það innan skamms. Því vek ég máls á þessu að hér eru samþykktar blindandi eða umhugsunarlítið beiðnir um skýrslur um hvaðeina án þess að hugsa til þess hvað kostar að svara þeim eða búa þær til. Sum ráðuneytin a.m.k. eru fámenn þannig að við höfum ekki vinnukraft til þess að vinna þetta skjótt og ég mun óska eftir því að Alþingi borgi þá vinnu sem við þurftum að kaupa að við skýrslugerðina.