Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 14:54:31 (203)

1999-10-07 14:54:31# 125. lþ. 5.12 fundur 7. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., Flm. KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[14:54]

Flm. (Kolbrún Halldórsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég sagði einungis að ég mundi lúta því mati, þeirri niðurstöðu sem skipulagsstjóri og ráðuneyti umhvrh. kæmust að. Þetta lögformlega mat eru leikreglur sem við höfum komið okkur saman um. Ég mundi segja þegar þetta mat væri á borðinu: Þetta er niðurstaða málsins. Lögum samkvæmt þarf ég að lúta henni. Það breytir því ekki að ég er andvíg því að þessi virkjun fari af stað hér og nú. Ég yrði sátt við þá málsmeðferð að virkjuninni yrði slegið á frest meðan við gefum okkur ráðrúm til að raða öllum þeim virkjunarkostum sem uppi á borðinu eru í dag, meta verndargildi þeirra og mikilvægi og það teldi ég vera eðlilegri framgangsmáta en þann að setja allt kapp á að koma Fljótsdalsvirkjun í kring núna.