Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 15:28:07 (218)

1999-10-07 15:28:07# 125. lþ. 5.12 fundur 7. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[15:28]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú þegar liggja fyrir umsagnir sem beðið var um vegna þáltill. sem kom fram á sumarþinginu. Það mun flýta meðferð málsins. Við megum hins vegar eiga von á því að beðið verði um fleiri umsagnir auk þess að fá gesti til nefndarinnar og fjalla ítarlega um þetta.

Ég mun beita mér fyrir því að þetta verði unnið málefnalega og eins hratt og nokkur kostur er án þess að rasa þar um ráð fram. Hins vegar gera sér allir grein fyrir því að hér er um mjög umfangsmikið og vandasamt mál að ræða og það mun svo sannarlega taka tíma.

Enda þótt við séum ekki nú hér að tala um annað en þá þáltill. sem liggur fyrir, vil ég samt minna þingheim á að iðnrh. boðaði umfjöllun um þetta mál og þáltill. sem tekur á svipuðum efnum í umræðum um stefnuræðu forsrh. Umhvn. þarf að sjálsögðu að hyggja að því að þar sé ekki tvíverknaður og að vinnan nýtist vel. Í ljósi þessara tveggja tillagna og vandaðra vinnubragða mun ég beita mér fyrir því að þetta mál nái skjótum framgangi.